Upplýsingar

Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára börn. Þátttaka er ókeypis og allir geta verið með.  

Eftir hverjar þrjár lesnar bækur geta þátttakendur sent inn happamiða. Dregið er úr happamiðum vikulega. Bókagjöf í vinning! 

Þátttakendur sem velja að skrá tölvupóstfang á póstlista fá áminningar og skemmtilegar lestrarhvatningar nokkrum sinnum yfir sumarið. Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er.

Mánudaginn 23. ágúst verður uppskeruhátíð á aðalsafni bókasafnsins.
Allir sem mæta fá glaðning.


Upplýsingar sem þátttakendur skrá á síðuna eru aldrei afhentar þriðja aðila.  

Öllum persónugreinanlegum upplýsingum er eytt þegar sumarlestri er lokið. 

Sumarlestrarmyndirnar sem sjá má á síðunni eru eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Öll börn 6-12 ára í grunnskólum Kópavogs fengu afhent bókamerki með myndum eftir Lóu Hlín. Þá má nálgast slík bókamerki á aðalsafni Bókasafns Kópavogs og á Lindasafni í sumar á meðan birgðir endast.